Véltækni

Kanntsteinar

10 cm járnbentur kantsteinn

10 sm hár og fjórtán sm. breiður í botninn. Þessi kantur er mikið tekinn á bílastæði og einnig nokkuð í húsagötur með minni umferð. Talið er að minni snjór festi á götum og bílastæðum með lágum kanti. Einnig er minni hætta á tjóni á lægri gerðum af bílum.(þ.e. svuntum og því um líku.)

12 cm járnbentur kantsteinn

 

15 cm járnbentur kantsteinn

15 sm hár og 18 sm breiður í botninn. Langmest hefur verið steypt af þessari gerð. Kantsteinninn er járnbentur með 12 m.m. stálteinum 25 sm löngum, sem reknir eru í gegnum malbikið og 8 m.m. stál bundið á efri endann í 6 m. lengjum. Þessir kantsteinar þykja mjög sterkir og hafa reynst ákaflega vel.

20 cm járnbentur kantsteinn

20 sm hár og 18 sm breiður í botninn. Þessi kantsteinn hentar vel þar sem eftir er að leggja annað malbikslag ofan á götuna.

10 cm járnbentur vegagerðarkantsteinn

 10 sm hár og 18 sm breiður í botninn. Þessi kantsteinn er hentugur t.d. í hringtorg eða þar sem aðuvelt þarf að vera að keyra yfir kantinn.

12 cm járnbentur vegagerðarkantsteinn

12 sm hár og 18 sm breiður í botninn. Þessi kantsteinn þykir afar heppilegur í innri hringinn á hringtorgum og umferðareyjum þar sem hætt er á að keyrt sé upp á hann af stærri bílum.

15 cm járnbentur vegagerðarkantsteinn

15 sm hár og 18 sm breiður í botninn. Þessi kantur er nær eingöngu notaður af Vegagerðinni.

20 cm járnbentur vegagerðarkantsteinn

 20 sm hár og 18 sm breiður í botninn. Þessi kantur er ætlaður á neðra malbikslag í umferðarmiklum götum/vegum.

10 cm járnbentur hvalfjarðarkantsteinn

10 sm hár og 18 sm breiður í botninn. Þessi kantur var sérstakleg hannaður fyrir Hvalfjarðargöngin, en einnig eru sveitarfélög og einstaklingar farnir að nota þennan kant. Hann er mun sterkari heldur en hefðbundinn 10 sm kantsteinn þar sem hann er breiðari og efnismeiri.

20 cm járnbentur hvalfjarðarkantsteinn

20 sm hár og 18 sm breiður í botninn. Eingöngu lagður á neðra malbikslag.

10 cm járnbentur stéttarkantsteinn

 Þessi kantur er með sömu frammhlið og hefðbundinn 10 sm kantur, en breiddin er 50 sm. Kanturinn er járnbentur eins og hefðbundinn 10 sm kantur.

15 cm járnbentur stéttarkantsteinn

Sama frammhlið og og hefðbundinn 15 sm kantur en breiddin 50 sm. Samskonar járnbending og í 15 sm hefðbundnum kantsteini.

Hafa samband

Sími

+354   567-6611

Netfang

Veltaekni@veltaekni.is

Heimilisfang

Stórhöfði 35